Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 12:29 Alls hafa 57.867 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verið gefnir hér á landi. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira