Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 12:29 Alls hafa 57.867 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verið gefnir hér á landi. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent