Enginn skilinn eftir Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2021 08:30 Undanfarið ár hefur Borgarstjórn verið samtaka í því að huga þurfi að áhrifum Covid 19 á geðheilbrigði og vellíðan borgarbúa. Við settum af stað Borgarvaktina þar sem við fylgjumst með stöðu mála, mánuð frá mánuð, og höfum tekið til umfjöllunar inn í Velferðarráði niðurstöður kannana landlæknis og rannsóknar og greininga, á áhrifum á andlega líðan íbúa. Niðurstaðan er að faraldurinn hefur haft áhrif á fólk í öllum aldurshópum og eru vísbendingar um að áhrifin séu mest á ungt fólk og svo þau sem eldri eru. Með auknu atvinnuleysi er ljóst að neikvæð áhrif á líðan verði meiri, það er því mikil þörf fyrir mótvægisaðgerðir eins og Reykjavíkurborg setti tóninn með í Græna planinu. Þar er horft til þess að sú græna umbreyting sem fyrirhuguð er í borginni byggi á réttlæti, sanngirni og þátttöku og að íbúar búi við öryggi og geti haft jákvæð áhrif á eigið líf og annarra í nútíð og framtíð. Vinna, vinna, vinna Við höfum ekki bara varið störf hjá borginni heldur fjárfest í tímabundnum viðbótarstörfum til að skapa tækifæri fyrir fólk sem misst hefur vinnuna eða fær ekki tækifæri á vinnumarkaði til að bæta við reynslu sína. Þessi störf eru hluti af þeim vinnumarkaðsaðgerðum sem samþykkt var að fara í. Starfsmönnum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 5% á síðasta ári, alls um 348 og starfa þeir yfir 90% í velferðar og menntamálum að þjónusta íbúa. Sumarstörfum var fjölgað í fyrra þar sem í boði voru 200 sumarstörf fyrir 17 ára og 400 sumarstörf fyrir 18 ára og eldri auk sumarafleysininga, þar vorum við ekki síst að horfa til erfiðleika stúdenta við að fá sumarstörf og verkefni þeirra voru hreint út sagt fjölbreytt og mikilvæg. Eins voru samþykkt 200 störf fyrir einstaklinga á atvinnuleysisbótum bótarétt og fyrir notendur fjárhagsaðstoðar án bótaréttar. Sama er upp á teningnum í ár en komið hefur verið upp Atvinnu- og virknimiðlun og markvissu samstarfi við Hugarafl sem eru með þjónustu við yngri einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir og fá fjárhagsaðstoð og framfærslu. Sumarstörfin hjá Reykjavíkurborg í ár eru tæplega 1700, þar af um 250 störf fyrir 17 ára einstaklinga. Samfélagið allt En lífið er ekki bara vinna og við höfum sannarlega reynt að bregðast við stöðunni um alla borg með fjölbreyttum hætti. Það hefur verið farið í fjölmargar og fjölþættar aðgerðir, þvert á aldurshópa og hin ýmsu svið og stofnanir borgarinnar til að stuðla að betri líðan og aukinni virkni á tímum covid-19. Fyrir elsta aldurshópinn hafa verkefni líkt og „spjöllum saman“ verið komið á laggirnar en þar sem haft var samband við alla 85 ára og eldri sem búa einir og voru með þjónustu frá velferðarsviði. Þetta verkefni var svo víkkað enn frekar út og aldurshópurinn breikkaður og öllum boðið að eignast símavini. Þetta var gert í góðri samvinnu við Félag eldri borgara, Landsamband eldri borgara og Rauða krossinn. Eins var flýtt fyrir svokallaðri Velferðartæknismiðju velferðasviðs þar sem skjáheimsóknir með myndsímtölum voru tekin upp. Farið var í að efla félagsstarf fullorðinna með styrk frá Félags- og barnamálaráðuneytinu með áherslu á hreyfingu og andlega heilsu með hinum ýmsum námskeiðum til dæmis í notkun snjalltækja. Haft var að leiðarljósi að reyna að raska sem minnst lífi hópa sem að eru í meiri hættu á félagslegri einangrun. Sem dæmi var hugað sérstaklega að fötluðum einstaklingum í búsetuúrræðum á vegum velferðarsviðs. Þar varð að færa félagsstarfið og virknina heim enda ekki unt að sækja sjúkraþjálfun, aðra hreyfingu eða félagslíf utan heimilis svo vikum skipti. Ráðgjafar í þjónustumiðstöðum fóru í átak í að hringja í borgarbúa og eins voru haldnir reglubundnir upplýsingafundir með hagsmunasamtökum og réttindagæslumönnum fatlaðs fólks á mismunandi stigum faraldursins. Vinnumarkaðsaðgerðir og sumarstörf í skapandi greinum voru líka nýtt til að skapa skemmtilegar samverustundir í íbúðarkjörnum fatlaðra einstaklinga og eins voru sumarstörf nýtt til stykrja starfsemi íbúðarkjarna og sambýla til að styðja betur að félagsþáttöku íbúa. Hvað varðar málefni barna og ungmenna þá hefur verið farið í hinar ýmsu aðgerðir til að styðja betur við börna í viðkvæmri stöðu, börn sem bíða skólaþjónustu en þeim hefur fjölgað nú á tímum covid og við því þarf að bregðast. Í boði er sérstakur íþrótta og tómstundarstyrkur til barna tekjulágra foreldra og við höfum breytt reglum þannig að börn foreldra sem fá fjárhagsaðstoð til framfæslu eru gjaldfrjálst í mat í skóla, frístund og leikskóla og geta fengið styrki til frekari tómstunda. Vinnumarkaðsaðgerðir gerðu líka kleift að ráða inn starfssmenn fyrir Velkomin verkefnið sem er sérstaklega miðað að foreldrum og börnum af erlendum uppruna í borginni en við viljum sannarlega taka vel á móti öllum nýjum íbúum í Reykjavík. Það er erfitt að flytja til nýs lands hvað þá á tímum heimsfaraldurs og tilheyrandi samkomutakmarkana. Það er alveg ljóst að Covid-19 hefur haft áhrif á líðan hinna ýmsu hópa og þurfum við að taka vel utan um hvort annað og samfélagið allt. Hér hef ég nefnt nokkur af verkefnum Reykjavíkur en við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að heilsu og hamingju allra borgarbúa. Verum skapandi og pössum að halda í samstöðuna nú þegar vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum faraldri. Við þurfum líka samstöðu í uppbyggingunni, samstöðu um að enginn verði skilinn eftir. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hefur Borgarstjórn verið samtaka í því að huga þurfi að áhrifum Covid 19 á geðheilbrigði og vellíðan borgarbúa. Við settum af stað Borgarvaktina þar sem við fylgjumst með stöðu mála, mánuð frá mánuð, og höfum tekið til umfjöllunar inn í Velferðarráði niðurstöður kannana landlæknis og rannsóknar og greininga, á áhrifum á andlega líðan íbúa. Niðurstaðan er að faraldurinn hefur haft áhrif á fólk í öllum aldurshópum og eru vísbendingar um að áhrifin séu mest á ungt fólk og svo þau sem eldri eru. Með auknu atvinnuleysi er ljóst að neikvæð áhrif á líðan verði meiri, það er því mikil þörf fyrir mótvægisaðgerðir eins og Reykjavíkurborg setti tóninn með í Græna planinu. Þar er horft til þess að sú græna umbreyting sem fyrirhuguð er í borginni byggi á réttlæti, sanngirni og þátttöku og að íbúar búi við öryggi og geti haft jákvæð áhrif á eigið líf og annarra í nútíð og framtíð. Vinna, vinna, vinna Við höfum ekki bara varið störf hjá borginni heldur fjárfest í tímabundnum viðbótarstörfum til að skapa tækifæri fyrir fólk sem misst hefur vinnuna eða fær ekki tækifæri á vinnumarkaði til að bæta við reynslu sína. Þessi störf eru hluti af þeim vinnumarkaðsaðgerðum sem samþykkt var að fara í. Starfsmönnum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 5% á síðasta ári, alls um 348 og starfa þeir yfir 90% í velferðar og menntamálum að þjónusta íbúa. Sumarstörfum var fjölgað í fyrra þar sem í boði voru 200 sumarstörf fyrir 17 ára og 400 sumarstörf fyrir 18 ára og eldri auk sumarafleysininga, þar vorum við ekki síst að horfa til erfiðleika stúdenta við að fá sumarstörf og verkefni þeirra voru hreint út sagt fjölbreytt og mikilvæg. Eins voru samþykkt 200 störf fyrir einstaklinga á atvinnuleysisbótum bótarétt og fyrir notendur fjárhagsaðstoðar án bótaréttar. Sama er upp á teningnum í ár en komið hefur verið upp Atvinnu- og virknimiðlun og markvissu samstarfi við Hugarafl sem eru með þjónustu við yngri einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir og fá fjárhagsaðstoð og framfærslu. Sumarstörfin hjá Reykjavíkurborg í ár eru tæplega 1700, þar af um 250 störf fyrir 17 ára einstaklinga. Samfélagið allt En lífið er ekki bara vinna og við höfum sannarlega reynt að bregðast við stöðunni um alla borg með fjölbreyttum hætti. Það hefur verið farið í fjölmargar og fjölþættar aðgerðir, þvert á aldurshópa og hin ýmsu svið og stofnanir borgarinnar til að stuðla að betri líðan og aukinni virkni á tímum covid-19. Fyrir elsta aldurshópinn hafa verkefni líkt og „spjöllum saman“ verið komið á laggirnar en þar sem haft var samband við alla 85 ára og eldri sem búa einir og voru með þjónustu frá velferðarsviði. Þetta verkefni var svo víkkað enn frekar út og aldurshópurinn breikkaður og öllum boðið að eignast símavini. Þetta var gert í góðri samvinnu við Félag eldri borgara, Landsamband eldri borgara og Rauða krossinn. Eins var flýtt fyrir svokallaðri Velferðartæknismiðju velferðasviðs þar sem skjáheimsóknir með myndsímtölum voru tekin upp. Farið var í að efla félagsstarf fullorðinna með styrk frá Félags- og barnamálaráðuneytinu með áherslu á hreyfingu og andlega heilsu með hinum ýmsum námskeiðum til dæmis í notkun snjalltækja. Haft var að leiðarljósi að reyna að raska sem minnst lífi hópa sem að eru í meiri hættu á félagslegri einangrun. Sem dæmi var hugað sérstaklega að fötluðum einstaklingum í búsetuúrræðum á vegum velferðarsviðs. Þar varð að færa félagsstarfið og virknina heim enda ekki unt að sækja sjúkraþjálfun, aðra hreyfingu eða félagslíf utan heimilis svo vikum skipti. Ráðgjafar í þjónustumiðstöðum fóru í átak í að hringja í borgarbúa og eins voru haldnir reglubundnir upplýsingafundir með hagsmunasamtökum og réttindagæslumönnum fatlaðs fólks á mismunandi stigum faraldursins. Vinnumarkaðsaðgerðir og sumarstörf í skapandi greinum voru líka nýtt til að skapa skemmtilegar samverustundir í íbúðarkjörnum fatlaðra einstaklinga og eins voru sumarstörf nýtt til stykrja starfsemi íbúðarkjarna og sambýla til að styðja betur að félagsþáttöku íbúa. Hvað varðar málefni barna og ungmenna þá hefur verið farið í hinar ýmsu aðgerðir til að styðja betur við börna í viðkvæmri stöðu, börn sem bíða skólaþjónustu en þeim hefur fjölgað nú á tímum covid og við því þarf að bregðast. Í boði er sérstakur íþrótta og tómstundarstyrkur til barna tekjulágra foreldra og við höfum breytt reglum þannig að börn foreldra sem fá fjárhagsaðstoð til framfæslu eru gjaldfrjálst í mat í skóla, frístund og leikskóla og geta fengið styrki til frekari tómstunda. Vinnumarkaðsaðgerðir gerðu líka kleift að ráða inn starfssmenn fyrir Velkomin verkefnið sem er sérstaklega miðað að foreldrum og börnum af erlendum uppruna í borginni en við viljum sannarlega taka vel á móti öllum nýjum íbúum í Reykjavík. Það er erfitt að flytja til nýs lands hvað þá á tímum heimsfaraldurs og tilheyrandi samkomutakmarkana. Það er alveg ljóst að Covid-19 hefur haft áhrif á líðan hinna ýmsu hópa og þurfum við að taka vel utan um hvort annað og samfélagið allt. Hér hef ég nefnt nokkur af verkefnum Reykjavíkur en við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að heilsu og hamingju allra borgarbúa. Verum skapandi og pössum að halda í samstöðuna nú þegar vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum faraldri. Við þurfum líka samstöðu í uppbyggingunni, samstöðu um að enginn verði skilinn eftir. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun