„Þráhyggja Viðreisnar“ Daði Már Kristófersson skrifar 6. maí 2021 12:02 Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Alþingi Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun