Kennarar í seinni hluta stafrófsins bíða betri tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2021 16:45 Fjölmargir hafa lýst góðu skipulagi í Laugardalshöll undanfarna daga þar sem þúsundir streyma í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að kennarar á höfuðborgarsvæðinu hafi ekkert skilið í því hvers vegna þeir hafi ekki fengið boð í bólusetningu í Laugardalshöll í dag líkt og fjölmargir kollegar þeirra. Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu. Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu.
Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31
Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34
Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31