Kennarar í seinni hluta stafrófsins bíða betri tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2021 16:45 Fjölmargir hafa lýst góðu skipulagi í Laugardalshöll undanfarna daga þar sem þúsundir streyma í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að kennarar á höfuðborgarsvæðinu hafi ekkert skilið í því hvers vegna þeir hafi ekki fengið boð í bólusetningu í Laugardalshöll í dag líkt og fjölmargir kollegar þeirra. Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu. Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar Sjá meira
Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu.
Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar Sjá meira
Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31
Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34
Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31