Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2021 23:33 Eric Nelson og Derek Chauvin, eftir að Chauvin var dæmdur fyrir að myrða George Floyd. Vísir/AP Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. Hann segir ýmsa vankanta hafa verið á réttarhöldunum og að dómurinn gegn Chauvin hafi verið gegn lögum. Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum. Það er gífurlega sjaldgæft að lögregluþjónn sé dæmdur fyrir að bana manni á vakt í Bandaríkjunum. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að meðal þeirra ástæðna sem Nelson byggir kröfu sína á sé að dómarinn hafi brotið á réttindum Chauvin og neitað honum sanngjörn réttarhöld. Það hafi dómarinn Peter Cahill gert þegar hann neitaði beiðni Nelson um að flytja réttarhöldin í aðra sýslu vegna umfjöllunar í aðdraganda þeirra. Nelson segir að umfjöllun um morðið hafi haft áhrif á réttarhöldin. Þá er hann ósáttur við að dómarinn hafi neitað að einangra kviðdómendur algerlega og loka á aðgang þeirra að fjölmiðlum á meðan á réttarhöldunum stóð. Lögmaðurinn segir kviðdómendur hafa verið undir þrýstingi varðandi það að sakfella Chauvin. Í kröfu sinni segir hann einnig að kviðdómendur hafi brotið af sér en tíundar ekki hvernig. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30 Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. 20. apríl 2021 16:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hann segir ýmsa vankanta hafa verið á réttarhöldunum og að dómurinn gegn Chauvin hafi verið gegn lögum. Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum. Það er gífurlega sjaldgæft að lögregluþjónn sé dæmdur fyrir að bana manni á vakt í Bandaríkjunum. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að meðal þeirra ástæðna sem Nelson byggir kröfu sína á sé að dómarinn hafi brotið á réttindum Chauvin og neitað honum sanngjörn réttarhöld. Það hafi dómarinn Peter Cahill gert þegar hann neitaði beiðni Nelson um að flytja réttarhöldin í aðra sýslu vegna umfjöllunar í aðdraganda þeirra. Nelson segir að umfjöllun um morðið hafi haft áhrif á réttarhöldin. Þá er hann ósáttur við að dómarinn hafi neitað að einangra kviðdómendur algerlega og loka á aðgang þeirra að fjölmiðlum á meðan á réttarhöldunum stóð. Lögmaðurinn segir kviðdómendur hafa verið undir þrýstingi varðandi það að sakfella Chauvin. Í kröfu sinni segir hann einnig að kviðdómendur hafi brotið af sér en tíundar ekki hvernig.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30 Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. 20. apríl 2021 16:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30
Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00
Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30
Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. 20. apríl 2021 16:33