Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 4. maí 2021 16:06 Eldurinn er á leið frá byggð. Vísir/RAX Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt. „Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
„Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
Reykjavík Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira