Leggur til aldurstakmark á snjallsímaeign Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 13:38 Hjálmar Bogi Hafliðason. vísir/Vilhelm Hjálmar Bogi Hafliðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi um snjallsímanotkun barna á Alþingi í dag og spurði hvort takmarka ætti snjallsímaeign barna við fimmtán ára aldur. Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“ Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“
Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira