Lena á leið í Stjörnuna: „Er að skipta því það er búið að frysta hana“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2021 07:00 Lena Margrét er á leið burt frá Fram. vísir/hulda margrét Lena Margrét Valdimarsdóttir er að ganga í raðir Stjörnunnar í Olís-deild kvenna en hún kemur frá uppeldisfélaginu Fram. Greint var frá skiptunum í Seinni bylgjunni sem var á dagskránni á mánudagskvöldið. Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira