„Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja“ Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 11:21 Lögmennirnir Sveinn Andri og Brynjar eru á öndverðum meiði, einu sinni sem oftar, í málum sem tengjast Samherja og hvort mál yfirleitt tengist útgerðarfyrirtækinu yfirleitt. vísir/vilhelm Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Brynjar Níelsson alþingismaður er komnir í hár saman vegna frétta sem tengjast, eða tengjast ekki eftir atvikum, Samherja. Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“ Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“
Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21