Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. apríl 2021 23:31 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira