Skaði skattaskjóla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2021 17:17 „Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar