Liverpool til í að ræða málin við stuðningsmenn sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 09:30 Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem mótmæltu fyrir utan Anfield leikvanginn. Getty/Martin Rickett Stuðningsmenn Liverpool fá að taka þátt í því að móta næstu skref hjá félaginu eftir að hafa hneykslast mikið á síðustu ákvörðunum eiganda félagsins. Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira