Tölum um dauðann Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 29. apríl 2021 08:01 Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun