Menntakerfi framtíðarinnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 28. apríl 2021 09:01 Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun