Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 14:31 Fundurinn hefst klukkan 15. Lögreglan Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira