NATO í nútíð Starri Reynisson skrifar 27. apríl 2021 08:00 Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson NATO Utanríkismál Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun