NATO í nútíð Starri Reynisson skrifar 27. apríl 2021 08:00 Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson NATO Utanríkismál Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun