Samherjar Samherja og skrímslið sem stjórnmálastéttin bjó til Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. apríl 2021 07:01 „Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar