Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Snorri Másson skrifar 25. apríl 2021 19:12 Heimsfrægð er handan við hornið fyrir Húsavík, sem á lag á Óskarsverðlaununum í kvöld. Húsvíkingar opna hátíðina klukkan 22.38. Vísir/Vilhelm Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00