Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 14:36 Stuðningsmenn Navalní mótmæltu meðal annars við rússneska sendiráðið í London á miðvikudag. Fleiri en þúsund stuðningsmenn hans voru handteknir í Rússlandi þann dag. Vísir/EPA Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40