90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 18:55 Greiningin byggist einkum á svörum rekstraraðila um reksturinn. Vísir/Vilhelm Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira