Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 20:01 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans Vísir/Egill. Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum. Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum.
Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent