Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 20:01 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans Vísir/Egill. Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum. Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum.
Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35