Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 20:01 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans Vísir/Egill. Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum. Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum.
Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35