Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 16:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
„Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08
Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21