Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40
21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56