Alls smituðust um 2700 af franska afbrigðinu sem rakið er til ferðamanns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2021 19:28 Páll Melsteð prófessor í tölvunarfræði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir/Sigurjón Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa rakið upphaf þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins til erlends ferðamanns sem kom til landsins í ágúst og virti ekki sóttkví. 2700 smit eru rakin til ferðamannsins. Frá því faraldurinn hófst hér á landi hafa öll jákvæð innanlandssýni og jákvæð sýni sem greinast á landamærum verið raðgreind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Teymi þar hefur greint þriðju bylgju faraldursins sem var kennd við franska afbrigði veirunnar til fransks ferðamanns sem kom til landsins í ágúst. Smitin sem eru rakin til hennar eru merkt með bláu á myndinni hér að neðan. Alls smituðust 2700 manns af þessari tegund kórónuveirunnar. Páll Melsteð, prófessor í tölvunarfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir raðgreininguna afar gagnlega. „Þetta var eitt risastórt hópsmit sem rekja má til eins einstaklings sem greinist ekki fyrr en í seinni skimun um miðjan ágúst í fyrra. Það sem er merkilegt er að við náðum algjörlega að útrýma því en þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári,“ segir Páll. Páll segir að rakningargögnin sýni ótvírætt gagnsemi sóttkvíar en smitstuðull lækkar eftir því sem fólk er lengur í sóttkví. Þá sýni gögnin svart á hvítu hvernig smit fara lækkandi þegar gripið er til harðra aðgerða eins og sjá má á þessari mynd þar sem rauðu línurnar marka aðgerðir. Hann segir, mikinn hraða í rakningu. Smit hafi til að mynda komið upp á leikskólanum Jörfa á föstudag. Daginn eftir hafi verið búið að raðgreina það. „Við náum á laugardagskvöld að tengja þetta smit við ákveðið landamærasmit og sendum strax til smitrakningarteymisins sem getur svo unnið málið áfram strax á sunnudag,“ segir hann. Hann segir rakningu afar gagnlega til að finna hvernig smit leka inn í landið frá landamærum. Aðspurður hvort síðustu smit hefðu komið upp hefði fólk verið skyldað á farsóttarhótel segir Páll. „Þá hefði viðkomandi ekki haft þetta tækifæri til að dreifa smitinu áður en hann greinist jákvæður og fer í einangrun,“ segir Páll að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
Frá því faraldurinn hófst hér á landi hafa öll jákvæð innanlandssýni og jákvæð sýni sem greinast á landamærum verið raðgreind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Teymi þar hefur greint þriðju bylgju faraldursins sem var kennd við franska afbrigði veirunnar til fransks ferðamanns sem kom til landsins í ágúst. Smitin sem eru rakin til hennar eru merkt með bláu á myndinni hér að neðan. Alls smituðust 2700 manns af þessari tegund kórónuveirunnar. Páll Melsteð, prófessor í tölvunarfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir raðgreininguna afar gagnlega. „Þetta var eitt risastórt hópsmit sem rekja má til eins einstaklings sem greinist ekki fyrr en í seinni skimun um miðjan ágúst í fyrra. Það sem er merkilegt er að við náðum algjörlega að útrýma því en þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári,“ segir Páll. Páll segir að rakningargögnin sýni ótvírætt gagnsemi sóttkvíar en smitstuðull lækkar eftir því sem fólk er lengur í sóttkví. Þá sýni gögnin svart á hvítu hvernig smit fara lækkandi þegar gripið er til harðra aðgerða eins og sjá má á þessari mynd þar sem rauðu línurnar marka aðgerðir. Hann segir, mikinn hraða í rakningu. Smit hafi til að mynda komið upp á leikskólanum Jörfa á föstudag. Daginn eftir hafi verið búið að raðgreina það. „Við náum á laugardagskvöld að tengja þetta smit við ákveðið landamærasmit og sendum strax til smitrakningarteymisins sem getur svo unnið málið áfram strax á sunnudag,“ segir hann. Hann segir rakningu afar gagnlega til að finna hvernig smit leka inn í landið frá landamærum. Aðspurður hvort síðustu smit hefðu komið upp hefði fólk verið skyldað á farsóttarhótel segir Páll. „Þá hefði viðkomandi ekki haft þetta tækifæri til að dreifa smitinu áður en hann greinist jákvæður og fer í einangrun,“ segir Páll að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira