Naut réðst á vinnukonu á meðan bóndinn létti á sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 06:16 Bóndinn sagði að konan hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni sem stafaði af nautinu. Unsplash/Elmarie van Rooyen Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til ársins 2010 þegar naut réðist á konu í ónefndri sveit hér á landi. Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild. Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild.
Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira