Naut réðst á vinnukonu á meðan bóndinn létti á sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 06:16 Bóndinn sagði að konan hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni sem stafaði af nautinu. Unsplash/Elmarie van Rooyen Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til ársins 2010 þegar naut réðist á konu í ónefndri sveit hér á landi. Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild. Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild.
Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira