Dagar bílastæðaklukkunnar á Akureyri senn taldir: Gjaldskylda hefst í lok sumars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 14:46 Akureyri Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi í lok sumars. Þannig mun tími bílastæðaklukkunnar á Akureyri, sem ökumenn hafa jafnan haft sýnilega í bílrúðum á Akureyri, renna sitt skeið. Markmiðið með aðgerðinni er meðal annars að „bæta lífsgæði, draga úr umferð og styðja við verslun og fyrirtæki.“ „Verkefnahópur sem var skipaður starfsfólki bæjarins, ásamt sérfræðingi frá Eflu, hefur kortlagt og undirbúið þessar breytingar undanfarna mánuði. Breytingarnar eru í samræmi við samstarfssáttmála bæjarstjórnar, sem liður í að stefna að sjálfbærum rekstri bæjarins, og eiga að stuðla að bættri nýtingu bílastæða í miðbænum,“ segir í tilkynningu um málið á heimasíðu sveitarfélagsins. Tillögur hópsins kveða á um að tekin verði upp gjaldsvæði þar sem nú eru svokölluð gjaldfrjáls klukkustæði. Gjaldskyldutími muni að mestu taka mið af núverandi gildistíma klukkustæða auk þess sem miðað verði við að verð bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting verði um 85%. „Lagt er til að gögnum um notkun verði safnað reglulega og beitt til að ákvarða gjaldskrá og stýra eftirspurn. Sama stefna var tekin upp hjá Reykjavíkurborg árið 2019 en almennt hefur sambærileg stefna verið útfærð víða erlendis,“ segir í tilkynningunni. Þá er í tilkynningunni listuð þrjú helstu markmið sem ætlað er að ná fram með breytingunni sem eru að „Bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari notkun bæjarlands með því að stýra betur eftirspurn eftir bílastæðum, draga úr umferð, umferðartöfum, útblæstri og hljóðmengun. Einnig að bæta umferðaröryggi fyrir aðra vegfarendur með því að draga úr fjölda ökumanna sem aka um og leita að lausum bílastæðum og að styðja við verslun og fyrirtæki, með því að auðvelda viðskiptavinum (íbúum og ferðamönnum), þjónustuaðilum og gestum að finna laus bílastæði.“ Stefnt er að því að notast við nýjustu tæknilausnir við innheimtu gjalda með hjálp smáforrits sem fólk geti notað til að greiða í símanum, en einnig verði settir upp greiðslustaurar. Nánari upplýsinga sé að vænta þegar nær dregur. Akureyri Umferð Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Markmiðið með aðgerðinni er meðal annars að „bæta lífsgæði, draga úr umferð og styðja við verslun og fyrirtæki.“ „Verkefnahópur sem var skipaður starfsfólki bæjarins, ásamt sérfræðingi frá Eflu, hefur kortlagt og undirbúið þessar breytingar undanfarna mánuði. Breytingarnar eru í samræmi við samstarfssáttmála bæjarstjórnar, sem liður í að stefna að sjálfbærum rekstri bæjarins, og eiga að stuðla að bættri nýtingu bílastæða í miðbænum,“ segir í tilkynningu um málið á heimasíðu sveitarfélagsins. Tillögur hópsins kveða á um að tekin verði upp gjaldsvæði þar sem nú eru svokölluð gjaldfrjáls klukkustæði. Gjaldskyldutími muni að mestu taka mið af núverandi gildistíma klukkustæða auk þess sem miðað verði við að verð bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting verði um 85%. „Lagt er til að gögnum um notkun verði safnað reglulega og beitt til að ákvarða gjaldskrá og stýra eftirspurn. Sama stefna var tekin upp hjá Reykjavíkurborg árið 2019 en almennt hefur sambærileg stefna verið útfærð víða erlendis,“ segir í tilkynningunni. Þá er í tilkynningunni listuð þrjú helstu markmið sem ætlað er að ná fram með breytingunni sem eru að „Bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari notkun bæjarlands með því að stýra betur eftirspurn eftir bílastæðum, draga úr umferð, umferðartöfum, útblæstri og hljóðmengun. Einnig að bæta umferðaröryggi fyrir aðra vegfarendur með því að draga úr fjölda ökumanna sem aka um og leita að lausum bílastæðum og að styðja við verslun og fyrirtæki, með því að auðvelda viðskiptavinum (íbúum og ferðamönnum), þjónustuaðilum og gestum að finna laus bílastæði.“ Stefnt er að því að notast við nýjustu tæknilausnir við innheimtu gjalda með hjálp smáforrits sem fólk geti notað til að greiða í símanum, en einnig verði settir upp greiðslustaurar. Nánari upplýsinga sé að vænta þegar nær dregur.
Akureyri Umferð Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira