Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2021 22:02 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira