Arnór Þór átti flottan leik þegar lið hans, Bergischer, heimsótti Keil í þýsku deildinni í handbolta. Arnór Þór skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður vallarins ásamt Niclas Ekberg í liði Kiel.
Arnór Þór og félagar þurftu þó að sætta sig við þriggja marka tap og sitja enn í áttunda sæti deildarinnar.
Alexander Petersson skoraði eitt mark þegar að Flensburg sótti sigur gegn Tusem Essen. Liðin á sitthvorum enda töflunnar, Essen í næst neðsta sæti en sigur Flensburg þýðir það að þeir eru enn á toppnum.
Sigurinn var ekki auðsóttur. Liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum þegar komið var á lokamínútuna. Fór það svo að það voru Alexander og félagar sem áttu síðasta orðið og kláruðu dýrmætan eins marks sigur.
Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk þegar Stuttgart laut í lægra haldi gegn Ludwigshafen. Stuttgart er því áfam í 13. sæti, en Ludwigshafen lyftir sér upp í 17. sæti.