Ótrúleg tölfræði Ómars Inga eftir landsleikjahléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 13:01 Ómar Ingi Magnússon hefur skorað eins og óður maður fyrir Magdeburg síðustu vikurnar. getty/Hendrik Schmidt Það er engu logið að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hafi verið óstöðvandi að undanförnu. Eftir landsleikjahléið hefur hann verið markahæstur hjá Magdeburg í öllum leikjum liðsins nema tveimur. Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad. Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad.
Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira