Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 16:02 Biden og Pútín á fundi árið 2011 þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22
Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12