Siumut gengur frá samningsborðinu Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2021 13:43 Allt stefnir í að Múte Bourup Egede, leiðtogi IA, verði næsti forsætisráðherra Grænlands. EPA Siumut, sem hefur leitt stjórnina á Grænlandi síðustu ár, er ekki lengur hluti af stjórnarmyndunarviðræðum Inuit Ataqatigiit sem vann mikinn sigur í kosningunum í landinu í síðustu viku. Þetta segir leiðtogi IA, Múte B. Egede, í samtali við Sermitsiaq.AG. Egede er talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Egede segir að IA stefni nú að því að mynda stjórn með flokkunum Naleraq og Atassut, en áður höfðu Demókratar tilkynnt að þeir myndu ekki eiga aðild að nýrri stjórn. Alls þarf sextán þingmenn til að ná meirihluta á grænlenska þinginu. Egede segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að samkomulag náist um trausta stjórn til að stýra landinu næstu fjögur árin. Egede segir að mikill óstöðugleiki ríki innan Siumut og sömuleiðis hafi valdabarátta farið þar fram fyrir opnum tjöldum. Vísar hann þar í baráttu Eriks Jensen og Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra, en Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns Siumut í nóvember síðastliðinn. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Egede leggur áherslu að viðræður IA og Siumut hafi þó farið fram á virðulegan máta, en innanflokksátökin hafi að lokum fengið formanninn Jensen til að ganga frá samningsborðinu. Ekki þarf að koma á óvart að IA og Siumut nái ekki saman um myndun stjórnar þar sem flokkarnir hafi ólíkar skoðanir þegar kemur að helsta kosningamálinu, það er áætlanir um námuvinnslu í Narsaq. Siumut var fylgjandi námuvinnslunni, en IA lagðist gegn henni. Grænland Tengdar fréttir Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Þetta segir leiðtogi IA, Múte B. Egede, í samtali við Sermitsiaq.AG. Egede er talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Egede segir að IA stefni nú að því að mynda stjórn með flokkunum Naleraq og Atassut, en áður höfðu Demókratar tilkynnt að þeir myndu ekki eiga aðild að nýrri stjórn. Alls þarf sextán þingmenn til að ná meirihluta á grænlenska þinginu. Egede segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að samkomulag náist um trausta stjórn til að stýra landinu næstu fjögur árin. Egede segir að mikill óstöðugleiki ríki innan Siumut og sömuleiðis hafi valdabarátta farið þar fram fyrir opnum tjöldum. Vísar hann þar í baráttu Eriks Jensen og Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra, en Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns Siumut í nóvember síðastliðinn. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Egede leggur áherslu að viðræður IA og Siumut hafi þó farið fram á virðulegan máta, en innanflokksátökin hafi að lokum fengið formanninn Jensen til að ganga frá samningsborðinu. Ekki þarf að koma á óvart að IA og Siumut nái ekki saman um myndun stjórnar þar sem flokkarnir hafi ólíkar skoðanir þegar kemur að helsta kosningamálinu, það er áætlanir um námuvinnslu í Narsaq. Siumut var fylgjandi námuvinnslunni, en IA lagðist gegn henni.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Tengdar fréttir Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45