Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög? Una Hildardóttir skrifar 12. apríl 2021 10:30 Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun