Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög? Una Hildardóttir skrifar 12. apríl 2021 10:30 Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun