Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 12:00 Fólk hefur hætt sér ansi nálægt hrauninu. Vísir/Vilhelm Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira