Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 08:08 Frá morðvettvangi í London í mars árið 2018. Vísir/EPA Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að. Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að.
Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51