Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf? Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. apríl 2021 10:00 Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun