Réttarríki á tímum Covid-19 Berglind Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 16:31 Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun