Grímulaust sumar Marta Eiríksdóttir skrifar 9. apríl 2021 13:30 Ólafur Darri var í viðtali við Bylgjuna í þessari viku en hann er staddur við tökur í Ástralíu þar sem hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma. Hann hafði að vísu svalir og sagði auðvitað þetta hafa verið skrítið en svona voru lög og reglur þar í landi sem hann að sjálfsögðu virti og sagðist bara hafa haft það ágætt og notið einverunnar. Svo losnaði hann út og fór grímulaus út í samfélagið en það er vel hægt því Ástralir leyfa engar óþarfa ferðir útlendinga inn í landið og kvóti er á fjölda fólks á dag inn í landið. Túristaheimsóknir verða að bíða betri tíma segja þeir, því verið er að vernda líf almennings og leyfa þeim að njóta þess að vera frjáls og grímulaus í landi sem hefur lokuð landamæri! Ég frétti af íslenskri fjögurra manna fjölskyldu sem fór í tveggja vikna sóttkví á hóteli í Perth, Ástralíu. Þeim var fylgt af lögreglu á hótelið frá flugvellinum. Á hótelinu voru engir opnanlegir gluggar né svalir, enginn útivistartími, þrjár máltíðir á dag og öryggisverðir á hverri hæð. Það var hringt í þau á tveggja daga fresti til að athuga hvernig þau höfðu það. Þau þurftu öll fjögur að fara í tvær covid skimanir. Konan sagði þetta hafa verið krefjandi verkefni en vel þess virði til að lifa í samfélagi með engu covid. Maður nokkur var á ferðalagi í Mongolíu og sat þar inni í sóttkví á hótelherbergi í þrjár vikur!! Norðmenn skikka fólk sem kemur til Noregs í 10 daga sóttkví og leyfa engar óþarfa túristaferðir inn í landið núna. Landið er því lokað að vissu marki! - Gylfi Zoega hagfræðingur segir um okkur Íslendinga að við séum 90% hagkerfi Íslands þessa dagana vegna þess að við erum ekki að ferðast til útlanda og eyðum því meira af peningum innanlands í allskonar upplifanir og verslun. Við þurfum sem sagt ekki erlenda túrista vegna hagkerfisins eins og staðan er, segir hann. Þórólfur biður landsmenn að fara ekki í nauðsynjalaus ferðalög til útlanda vegna aðstæðna í heiminum. Bíddu, en afhverju megum við þá ekki loka á nauðsynjalaus ferðalög hingað til lands, láta þetta gilda í báðar áttir? Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum? Maður spyr sig. Getum við gert þetta? Hugsað meira um heildina; Um okkur sjálf? Verndað í leiðinni heilsu almennings, þeirra sem búsettir eru á Íslandi? Eygja þannig von um gott sumar. Geta gert allt sem við viljum innanlands í vor og sumar, með strangara hliði að landamærum okkar? Njóta þess miklu betur að vera eyland. Grímulaus og frjáls í eigin landi. Lifa þokkalega eðlilegu lífi á eyjunni okkar, á meðan veirufaraldurinn gengur yfir í umheiminum. Höfundur er með diplómagráðu í ferðamálafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ólafur Darri var í viðtali við Bylgjuna í þessari viku en hann er staddur við tökur í Ástralíu þar sem hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma. Hann hafði að vísu svalir og sagði auðvitað þetta hafa verið skrítið en svona voru lög og reglur þar í landi sem hann að sjálfsögðu virti og sagðist bara hafa haft það ágætt og notið einverunnar. Svo losnaði hann út og fór grímulaus út í samfélagið en það er vel hægt því Ástralir leyfa engar óþarfa ferðir útlendinga inn í landið og kvóti er á fjölda fólks á dag inn í landið. Túristaheimsóknir verða að bíða betri tíma segja þeir, því verið er að vernda líf almennings og leyfa þeim að njóta þess að vera frjáls og grímulaus í landi sem hefur lokuð landamæri! Ég frétti af íslenskri fjögurra manna fjölskyldu sem fór í tveggja vikna sóttkví á hóteli í Perth, Ástralíu. Þeim var fylgt af lögreglu á hótelið frá flugvellinum. Á hótelinu voru engir opnanlegir gluggar né svalir, enginn útivistartími, þrjár máltíðir á dag og öryggisverðir á hverri hæð. Það var hringt í þau á tveggja daga fresti til að athuga hvernig þau höfðu það. Þau þurftu öll fjögur að fara í tvær covid skimanir. Konan sagði þetta hafa verið krefjandi verkefni en vel þess virði til að lifa í samfélagi með engu covid. Maður nokkur var á ferðalagi í Mongolíu og sat þar inni í sóttkví á hótelherbergi í þrjár vikur!! Norðmenn skikka fólk sem kemur til Noregs í 10 daga sóttkví og leyfa engar óþarfa túristaferðir inn í landið núna. Landið er því lokað að vissu marki! - Gylfi Zoega hagfræðingur segir um okkur Íslendinga að við séum 90% hagkerfi Íslands þessa dagana vegna þess að við erum ekki að ferðast til útlanda og eyðum því meira af peningum innanlands í allskonar upplifanir og verslun. Við þurfum sem sagt ekki erlenda túrista vegna hagkerfisins eins og staðan er, segir hann. Þórólfur biður landsmenn að fara ekki í nauðsynjalaus ferðalög til útlanda vegna aðstæðna í heiminum. Bíddu, en afhverju megum við þá ekki loka á nauðsynjalaus ferðalög hingað til lands, láta þetta gilda í báðar áttir? Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum? Maður spyr sig. Getum við gert þetta? Hugsað meira um heildina; Um okkur sjálf? Verndað í leiðinni heilsu almennings, þeirra sem búsettir eru á Íslandi? Eygja þannig von um gott sumar. Geta gert allt sem við viljum innanlands í vor og sumar, með strangara hliði að landamærum okkar? Njóta þess miklu betur að vera eyland. Grímulaus og frjáls í eigin landi. Lifa þokkalega eðlilegu lífi á eyjunni okkar, á meðan veirufaraldurinn gengur yfir í umheiminum. Höfundur er með diplómagráðu í ferðamálafræðum.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun