Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 11:40 Magnús Tumi við gosið í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira