Telja prófahald stangast á við sóttvarnareglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2021 23:30 Karen Björnsdóttir, nemandi í viðskiptafræði við HA, segir mikla óvissu fylgja því að stefnt sé að því að lokapróf fari fram í húsnæði skólans. Vísir Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf. „Nemendur eru ennþá í óvissu hvað varðar próf á prófstað en nokkrir kennarar í HA hafa ákveðið að hafa heimapróf en ekki allir. Þetta er óásættanlegt að halda nemendum í óvissu. Miðað við ástandið í dag, 8. apríl, er útlitið ekki gott hvað varðar að hafa staðpróf en samt vilja kennarar láta á það reyna,“ segir í lýsingunni sem fylgir undirskriftalistanum. Karen Björnsdóttir, nemandi í viðskiptafræði í HA, hóf undirskriftasöfnunina og segir hún nemendur mjög ósátta með þessa ákvörðun viðskiptadeildarinnar. „Við erum mjög ósátt með þessa ákvörðun og þetta er mjög slæmt vegna þess að það er verið að gera upp á milli deilda. Vinkona mín er í iðjuþjálfunarfræði og þau fá öll að taka sín próf heima, eins í sjávarútvegsfræði. Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Karen í samtali við fréttastofu. „Hefur mikil áhrif á stúdenta sem hafa kosið HA vegna fjarnámsins“ Karen segir að sálfræðideild hafi enn ekki tilkynnt um prófafyrirkomulag og enn hefur engin tilkynning vegna prófafyrirkomulags borist frá skólanum sjálfum. Karen segir ákvörðun deildarinnar ekki síst koma niður á þeim nemendum sem stunda fjarnám og búa erlendis. „Þetta hefur líka mjög mikil áhrif á stúdenta erlendis sem hafa kosið HA vegna fjarnámsins og svo þegar staðan í þjóðfélaginu er svona er mjög slæmt að það sé útgöngubann kannski í þeim löndum og þá geta þau ekki tekið þessi próf,“ segir Karen. Fram kemur í póstinum sem barst frá viðskiptadeild HA í dag að prófstjóri hafi setið deildarfund Viðskiptadeildar skólans í dag og hafi hann fullyrt að prófahald á prófstöðum væri mögulegt. Séð yrði til þess að sóttvörnum yrði framfylgt á prófstað. Þá geti þeir sem vegna veikinda eða búsetu erlendis fengið að taka prófið heima og verði rafræn vöktun í boði fyrir þá nemendur. „Á skjön við núgildandi reglur“ „Það fylgir þessu mjög mikil óvissa, það er mjög mikill munur á undirbúningi fyrir próf eftir því hvort það sé staðpróf eða heimapróf. Okkur finnst bara mjög ósanngjarnt að sumir séu að fá heimapróf en aðrir ekki. Það ætti það sama að gilda fyrir allar deildir, sérstaklega alla háskólana,“ segir Karen. „HA hefur verið að draga lappirnar og segja að það verði staðpróf, og það kom til dæmis í dag með fyrirvara, á meðan HÍ og HR hafa gefið út að það verði meira og minna bara heimapróf.“ Hún segir það skjóta skökku við að háskólinn skuli skikka nemendur til þess að þreyta próf á staðnum þegar þeir hafi í allan vetur haldið sig heima. „Fólk er búið að vera að passa sig, vinna heima, halda sig í sinni búbblu og ekki hitta fjölskyldumeðlimi sem búa annars staðar á landinu. En svo er ætlast til þess af háskólanum sjálfum að maður mæti á prófstað með fullt af fólki,“ segir Karen. „Okkur finnst þetta á skjön við núgildandi reglur sem gilda um háskóla. Þar segir að ekki megi vera blöndun milli hópa en nemendur eru ekki allir í sömu stöðu í prófunum og þar af leiðandi hlýtur að verða blöndun.“ Tvær vikur í fyrsta próf og 480 nemendur skráðir í námskeiðið Í núgildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins vegna sóttvarnaaðgerða segir að háskólastarf sé heimilt að því tilskyldu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst tvo metra fjarlægð sín á milli. Fjöldi nemenda og starfsmanna í hverju kennslurými megi þá ekki fara yfir 50 manns. Blöndun nemenda milli hópa sé þá ekki heimilt. Hvergi í tölvupóstinum, sem sendur var í dag, nefnir deildin hvernig prófin verði framkvæmd aðeins að þau verði á staðnum. „En það segir í tölvupóstinum að ef eitthvað stórt gerist gæti þurft að skipta yfir í heimapróf. En það eru til dæmis bara tvær vikur í að ég fari í fyrsta prófið mitt og ég reikna með því að það verði staðpróf. Í því námskeiði eru nemendur á öllum árum og 477 nemendur skráðir í námskeiðið,“ segir Karen. „Hvað ef fólk lendir í sóttkví?“ Við skólann nema 2.540 stúdentar og hafa nú meira en 600 skrifað undir undirskriftalistann sem Karen birti í dag. Af þeim rúmlega 2.500 nemendum eru 705 á Viðskipta- og raunvísindasviði. Miðað við tölulegar upplýsingar á heimasíðu háskólans voru um 55 prósent nemenda í fjarnámi árið 2019 en nýrri tölur eru ekki aðgengilegar. Nemendur hafa í dag staðið í ströngu við að senda tölvupósta, þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum, á stjórnendur skólans. Karen segir að umsjónakennarar hafi sent nemendum tölvupósta vegna fyrirkomulagsins en að hvorki upplýsingar né svör hafi borist frá yfirstjórn háskólans. „Það eru tvær vikur í próf og maður veit ekkert hvernig þetta verður. Hvað ef fólk lendir til dæmis í sóttkví? Á það ekki að taka próf og taka sjúkrapróf? Okkur finnst það ekki í lagi,“ segir Karen, „Ef það kæmi manneskja sem væri smituð án þess að vera meðvituð á prófstað myndi hún senda okkur öll í sóttkví og þar af leiðandi myndum við missa af öllum prófunum. Þetta er svo mikil hræsni,“ segir Karen. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Háskólar Akureyri Tengdar fréttir Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. 27. mars 2021 13:28 Fjarnemendur í hjúkrunarfræði vilja fjarnám í stað verklegs vegna faraldurs Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 19:00 Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám sem nú stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis. 12. október 2020 14:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
„Nemendur eru ennþá í óvissu hvað varðar próf á prófstað en nokkrir kennarar í HA hafa ákveðið að hafa heimapróf en ekki allir. Þetta er óásættanlegt að halda nemendum í óvissu. Miðað við ástandið í dag, 8. apríl, er útlitið ekki gott hvað varðar að hafa staðpróf en samt vilja kennarar láta á það reyna,“ segir í lýsingunni sem fylgir undirskriftalistanum. Karen Björnsdóttir, nemandi í viðskiptafræði í HA, hóf undirskriftasöfnunina og segir hún nemendur mjög ósátta með þessa ákvörðun viðskiptadeildarinnar. „Við erum mjög ósátt með þessa ákvörðun og þetta er mjög slæmt vegna þess að það er verið að gera upp á milli deilda. Vinkona mín er í iðjuþjálfunarfræði og þau fá öll að taka sín próf heima, eins í sjávarútvegsfræði. Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Karen í samtali við fréttastofu. „Hefur mikil áhrif á stúdenta sem hafa kosið HA vegna fjarnámsins“ Karen segir að sálfræðideild hafi enn ekki tilkynnt um prófafyrirkomulag og enn hefur engin tilkynning vegna prófafyrirkomulags borist frá skólanum sjálfum. Karen segir ákvörðun deildarinnar ekki síst koma niður á þeim nemendum sem stunda fjarnám og búa erlendis. „Þetta hefur líka mjög mikil áhrif á stúdenta erlendis sem hafa kosið HA vegna fjarnámsins og svo þegar staðan í þjóðfélaginu er svona er mjög slæmt að það sé útgöngubann kannski í þeim löndum og þá geta þau ekki tekið þessi próf,“ segir Karen. Fram kemur í póstinum sem barst frá viðskiptadeild HA í dag að prófstjóri hafi setið deildarfund Viðskiptadeildar skólans í dag og hafi hann fullyrt að prófahald á prófstöðum væri mögulegt. Séð yrði til þess að sóttvörnum yrði framfylgt á prófstað. Þá geti þeir sem vegna veikinda eða búsetu erlendis fengið að taka prófið heima og verði rafræn vöktun í boði fyrir þá nemendur. „Á skjön við núgildandi reglur“ „Það fylgir þessu mjög mikil óvissa, það er mjög mikill munur á undirbúningi fyrir próf eftir því hvort það sé staðpróf eða heimapróf. Okkur finnst bara mjög ósanngjarnt að sumir séu að fá heimapróf en aðrir ekki. Það ætti það sama að gilda fyrir allar deildir, sérstaklega alla háskólana,“ segir Karen. „HA hefur verið að draga lappirnar og segja að það verði staðpróf, og það kom til dæmis í dag með fyrirvara, á meðan HÍ og HR hafa gefið út að það verði meira og minna bara heimapróf.“ Hún segir það skjóta skökku við að háskólinn skuli skikka nemendur til þess að þreyta próf á staðnum þegar þeir hafi í allan vetur haldið sig heima. „Fólk er búið að vera að passa sig, vinna heima, halda sig í sinni búbblu og ekki hitta fjölskyldumeðlimi sem búa annars staðar á landinu. En svo er ætlast til þess af háskólanum sjálfum að maður mæti á prófstað með fullt af fólki,“ segir Karen. „Okkur finnst þetta á skjön við núgildandi reglur sem gilda um háskóla. Þar segir að ekki megi vera blöndun milli hópa en nemendur eru ekki allir í sömu stöðu í prófunum og þar af leiðandi hlýtur að verða blöndun.“ Tvær vikur í fyrsta próf og 480 nemendur skráðir í námskeiðið Í núgildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins vegna sóttvarnaaðgerða segir að háskólastarf sé heimilt að því tilskyldu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst tvo metra fjarlægð sín á milli. Fjöldi nemenda og starfsmanna í hverju kennslurými megi þá ekki fara yfir 50 manns. Blöndun nemenda milli hópa sé þá ekki heimilt. Hvergi í tölvupóstinum, sem sendur var í dag, nefnir deildin hvernig prófin verði framkvæmd aðeins að þau verði á staðnum. „En það segir í tölvupóstinum að ef eitthvað stórt gerist gæti þurft að skipta yfir í heimapróf. En það eru til dæmis bara tvær vikur í að ég fari í fyrsta prófið mitt og ég reikna með því að það verði staðpróf. Í því námskeiði eru nemendur á öllum árum og 477 nemendur skráðir í námskeiðið,“ segir Karen. „Hvað ef fólk lendir í sóttkví?“ Við skólann nema 2.540 stúdentar og hafa nú meira en 600 skrifað undir undirskriftalistann sem Karen birti í dag. Af þeim rúmlega 2.500 nemendum eru 705 á Viðskipta- og raunvísindasviði. Miðað við tölulegar upplýsingar á heimasíðu háskólans voru um 55 prósent nemenda í fjarnámi árið 2019 en nýrri tölur eru ekki aðgengilegar. Nemendur hafa í dag staðið í ströngu við að senda tölvupósta, þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum, á stjórnendur skólans. Karen segir að umsjónakennarar hafi sent nemendum tölvupósta vegna fyrirkomulagsins en að hvorki upplýsingar né svör hafi borist frá yfirstjórn háskólans. „Það eru tvær vikur í próf og maður veit ekkert hvernig þetta verður. Hvað ef fólk lendir til dæmis í sóttkví? Á það ekki að taka próf og taka sjúkrapróf? Okkur finnst það ekki í lagi,“ segir Karen, „Ef það kæmi manneskja sem væri smituð án þess að vera meðvituð á prófstað myndi hún senda okkur öll í sóttkví og þar af leiðandi myndum við missa af öllum prófunum. Þetta er svo mikil hræsni,“ segir Karen.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Háskólar Akureyri Tengdar fréttir Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. 27. mars 2021 13:28 Fjarnemendur í hjúkrunarfræði vilja fjarnám í stað verklegs vegna faraldurs Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 19:00 Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám sem nú stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis. 12. október 2020 14:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. 27. mars 2021 13:28
Fjarnemendur í hjúkrunarfræði vilja fjarnám í stað verklegs vegna faraldurs Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 19:00
Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám sem nú stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis. 12. október 2020 14:00