Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 17:14 Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveifluðust mest í verði á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands. Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands.
Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19
Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41