90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10% Konráð S. Guðjónsson skrifar 8. apríl 2021 13:30 Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Ummælin vöktu skiljanlega mikla athygli og á síðustu dögum hafa þingmenn vísað í þessa greiningu Gylfa. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ vitnaði í Gylfa og sagði að það væri „kreppa í 10% af hagkerfinu en annars staðar er bara góðæri“. Minna hefur farið fyrir því á hvað gögnum þessar ályktanir byggja. Enda vill svo til að séu gögn greind er í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi að einfalda stöðu hagkerfisins þannig að svo virðist sem allt sé hér í himnalagi, fyrir utan ferðaþjónustu. Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum* Í fyrsta lagi fækkaði störfum í 22 af 25 atvinnugreinum (88%) milli ára við lok síðasta árs sem þýðir að störfum fækkaði almennt um 8% á tímabilinu eða 16 þúsund. Aðeins hefur verið fjölgun hjá hinu opinbera, í veitustarfsemi sem er að nær öllu leyti í eigu hins opinbera og í námugreftri og vinnslu hráefna úr jörðu sem er smávægileg grein hér á landi með 160 störfum. Í öðru lagi dróst atvinnuvegafjárfesting saman í 40 af 46 atvinnugreinum (87%, breiðari flokkun en að framan) á síðasta ári. Heilt yfir þýddi það 9% samdrátt atvinnuvegafjárfestingar milli ára og frá 2017 nemur samdrátturinn 28%. Ekki fæst séð að þetta geti verið staðan þar sem 90% af hagkerfi er í lagi, hvað þá í góðæri. Í þriðja lagi minnkaði verðmætasköpun í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina árið 2020, eða 45 af 58 (78%, enn breiðari flokkun en að framan). Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu. Hlutföllin eru öfug – 10% af hagkerfinu er í góðæri, ekki 90% Það sem er rétt er að stærstur hluti landsmanna finnur lítið fyrir kreppunni í daglegu lífi. Það helgast af því að ríkið hefur ráðist í stórtækar aðgerðir sem hafa sérstaklega nýst heimilum og laun þeirra sem hafa vinnu hafa hækkað myndarlega, um 10% milli ára í janúar. Það er líka rétt að taka fram að þó samdráttur sé í flestum greinum var hann 6% eða minni í um helmingi tilfella. Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga. Ekki einungis ferðaþjónusta sem ná þarf vopnum sínum Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Ef við horfumst ekki í augu við þann veruleika og allar þessar atvinnugreinar ná ekki vopnum sínum á ný er óumflýjanlegt að kreppan muni bitna illa á okkur öllum en ekki sumum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. * Öll gögn fengin frá Hagstofu Íslandsi. Störf byggja á skráargögnum, atvinnuvegafjárfesting úr þjóðhagsreikningum og verðmætasköpun úr framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga. Með verðmætasköpun er nánar tiltekið átt við vinnsluvirði sem er lagt til grundvallar mati á framlagi atvinnugreina til landsframleiðslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Ummælin vöktu skiljanlega mikla athygli og á síðustu dögum hafa þingmenn vísað í þessa greiningu Gylfa. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ vitnaði í Gylfa og sagði að það væri „kreppa í 10% af hagkerfinu en annars staðar er bara góðæri“. Minna hefur farið fyrir því á hvað gögnum þessar ályktanir byggja. Enda vill svo til að séu gögn greind er í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi að einfalda stöðu hagkerfisins þannig að svo virðist sem allt sé hér í himnalagi, fyrir utan ferðaþjónustu. Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum* Í fyrsta lagi fækkaði störfum í 22 af 25 atvinnugreinum (88%) milli ára við lok síðasta árs sem þýðir að störfum fækkaði almennt um 8% á tímabilinu eða 16 þúsund. Aðeins hefur verið fjölgun hjá hinu opinbera, í veitustarfsemi sem er að nær öllu leyti í eigu hins opinbera og í námugreftri og vinnslu hráefna úr jörðu sem er smávægileg grein hér á landi með 160 störfum. Í öðru lagi dróst atvinnuvegafjárfesting saman í 40 af 46 atvinnugreinum (87%, breiðari flokkun en að framan) á síðasta ári. Heilt yfir þýddi það 9% samdrátt atvinnuvegafjárfestingar milli ára og frá 2017 nemur samdrátturinn 28%. Ekki fæst séð að þetta geti verið staðan þar sem 90% af hagkerfi er í lagi, hvað þá í góðæri. Í þriðja lagi minnkaði verðmætasköpun í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina árið 2020, eða 45 af 58 (78%, enn breiðari flokkun en að framan). Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu. Hlutföllin eru öfug – 10% af hagkerfinu er í góðæri, ekki 90% Það sem er rétt er að stærstur hluti landsmanna finnur lítið fyrir kreppunni í daglegu lífi. Það helgast af því að ríkið hefur ráðist í stórtækar aðgerðir sem hafa sérstaklega nýst heimilum og laun þeirra sem hafa vinnu hafa hækkað myndarlega, um 10% milli ára í janúar. Það er líka rétt að taka fram að þó samdráttur sé í flestum greinum var hann 6% eða minni í um helmingi tilfella. Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga. Ekki einungis ferðaþjónusta sem ná þarf vopnum sínum Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Ef við horfumst ekki í augu við þann veruleika og allar þessar atvinnugreinar ná ekki vopnum sínum á ný er óumflýjanlegt að kreppan muni bitna illa á okkur öllum en ekki sumum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. * Öll gögn fengin frá Hagstofu Íslandsi. Störf byggja á skráargögnum, atvinnuvegafjárfesting úr þjóðhagsreikningum og verðmætasköpun úr framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga. Með verðmætasköpun er nánar tiltekið átt við vinnsluvirði sem er lagt til grundvallar mati á framlagi atvinnugreina til landsframleiðslu
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun