Opna Píeta hús á Akureyri í sumar Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 14:03 Búið er að tryggja fjármagn fyrir rekstur hússins á Akureyri í eitt ár. Samsett Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri. Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og opnuðu fyrsta Píetahúsið á Íslandi árið 2018 við Baldursgötu 7 í Reykjavík. Samtökin starfa starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að það hafi verið á stefnuskrá þeirra frá stofnun þeirra á Íslandi að opna Píetahús í öllum landsfjórðungum. Verður fyrsta skrefið að því tekið á Akureyri þann 1. júlí næstkomandi. Birgir Örn, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Hann gegndi einnig tímabundið stöðu fagstjóra samtakanna þar til Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur tók við í febrúar á þessu ári. Þörfin alls staðar „Birgir er Píetamaður inn að hjarta og á eftir að vinna gott starf fyrir íbúa Norðurlands, það er ég fullviss um“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta, í tilkynningu. „Þörfin fyrir þjónustu samtakanna er alls staðar og höfum við mætt mikilli velvild og stuðningi frá Akureyrarbæ í tengslum við undirbúningsvinnuna. Því var ákveðið að opna útibú á Akureyri.“ Starsemi Píeta er rekin alfarið á styrkjum og hefur tekist hefur að tryggja rekstur Píeta á Akureyri í tólf mánuði. Auk þess að veita fólki með sjálfsvígshugsanir aðstoð bjóða Píeta samtökin einnig þeim hafa misst ástvin eða búa með einstaklingi í sjálfsvígshættu upp á stuðning. Píetasíminn 5522218 er opinn allan sólarhringinn og benda samtökin einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Akureyri Tengdar fréttir Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár. 12. nóvember 2020 10:20 Styrkir Píeta-samtökin um sex milljónir Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. 10. september 2020 13:30 Opna Píetasímann sem verður opinn allan sólarhringinn Píeta-samtökin opnuðu í dag fyrir nýja þjónustu, Píetasímann, sem verður opinn allan sólarhringinn og er liður í því að auka þjónustu við þá sem eru með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. 1. júlí 2020 14:45 Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. 14. maí 2020 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og opnuðu fyrsta Píetahúsið á Íslandi árið 2018 við Baldursgötu 7 í Reykjavík. Samtökin starfa starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að það hafi verið á stefnuskrá þeirra frá stofnun þeirra á Íslandi að opna Píetahús í öllum landsfjórðungum. Verður fyrsta skrefið að því tekið á Akureyri þann 1. júlí næstkomandi. Birgir Örn, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Hann gegndi einnig tímabundið stöðu fagstjóra samtakanna þar til Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur tók við í febrúar á þessu ári. Þörfin alls staðar „Birgir er Píetamaður inn að hjarta og á eftir að vinna gott starf fyrir íbúa Norðurlands, það er ég fullviss um“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta, í tilkynningu. „Þörfin fyrir þjónustu samtakanna er alls staðar og höfum við mætt mikilli velvild og stuðningi frá Akureyrarbæ í tengslum við undirbúningsvinnuna. Því var ákveðið að opna útibú á Akureyri.“ Starsemi Píeta er rekin alfarið á styrkjum og hefur tekist hefur að tryggja rekstur Píeta á Akureyri í tólf mánuði. Auk þess að veita fólki með sjálfsvígshugsanir aðstoð bjóða Píeta samtökin einnig þeim hafa misst ástvin eða búa með einstaklingi í sjálfsvígshættu upp á stuðning. Píetasíminn 5522218 er opinn allan sólarhringinn og benda samtökin einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Akureyri Tengdar fréttir Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár. 12. nóvember 2020 10:20 Styrkir Píeta-samtökin um sex milljónir Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. 10. september 2020 13:30 Opna Píetasímann sem verður opinn allan sólarhringinn Píeta-samtökin opnuðu í dag fyrir nýja þjónustu, Píetasímann, sem verður opinn allan sólarhringinn og er liður í því að auka þjónustu við þá sem eru með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. 1. júlí 2020 14:45 Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. 14. maí 2020 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár. 12. nóvember 2020 10:20
Styrkir Píeta-samtökin um sex milljónir Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. 10. september 2020 13:30
Opna Píetasímann sem verður opinn allan sólarhringinn Píeta-samtökin opnuðu í dag fyrir nýja þjónustu, Píetasímann, sem verður opinn allan sólarhringinn og er liður í því að auka þjónustu við þá sem eru með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. 1. júlí 2020 14:45
Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. 14. maí 2020 20:00