Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 18:38 Tilkynning Seðlabankans um NOVIS var talin ónákvæm en innan svigrúm bankans til að birta upplýsingar um aðila sem hann hefur eftirlit með. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað. Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað.
Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07
Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34