Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 18:38 Tilkynning Seðlabankans um NOVIS var talin ónákvæm en innan svigrúm bankans til að birta upplýsingar um aðila sem hann hefur eftirlit með. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað. Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað.
Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07
Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34