Í þættinum Um land allt á Stöð 2 verðum við þó fyrst vitni að annarskonar aflabrögðum. Loðnan er fengin með því að dæla henni upp úr nótum annarra skipa sem fengu sjálf svo mikinn afla að þau koma honum ekki öllum um borð.
![](https://www.visir.is/i/64F55D1261D98BE8F6BCC24FA1A306A3FEBD6B8952BBD11981BDEC3DEEB16FC1_713x0.jpg)
Loðnan er tiltölulega nýr nytjafiskur hjá Íslendingum en loðnuveiðar hófust fyrst að ráði eftir að síldin hvarf á sjöunda áratug síðustu aldar. Smári Geirsson, sem ritaði sögu Síldarvinnslunnar, segir þó heimildir frá fyrri öldum um að bændur hafi nýtt sjórekna loðnu sem skepnufóður.
![](https://www.visir.is/i/012DB08356EDDAC82AEF67B2BC42465FCF98AF665F864C02B51CE4466364D73F_390x0.jpg)
„Síðan fara menn að veiða á Hornafirði loðnu til beitu skömmu fyrir 1920. Loðnuveiðar í stórum stíl hefjast líklega 1963, getum við sagt. Fyrsti Norðfjarðarbáturinn sem heldur til loðnuveiða fer 1964.
Loðnu er fyrst landað hér í Neskaupstað 1968 og auðvitað fögnuðu menn mjög. Þarna var kominn bræðslufiskur í staðinn fyrir síldina. Skipti miklu máli,“ segir Smári, sem starfaði lengst af sem framhaldsskólakennari.
En svo fara Íslendingar að vinna loðnu til manneldis og verðmætin aukast.
![](https://www.visir.is/i/79B5C9A242948051D29501F7C2D3347730CFDF7D1E84E46AFE9524DED5DA9356_713x0.jpg)
„1971 er fyrst fryst loðna hérna. Og 1978 fara menn að framleiða loðnuhrognin og loðnan skapar mikil verðmæti. Og það er mikil stemmning í kringum loðnuna rétt eins og var í kringum síldina hér áður,“ segir Smári:
Hér má sjá níu mínútna myndskeið úr þættinum þar sem sýnt er hvernig loðnu er aflað: