Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:42 Árásarmaðurinn keyrði niður öryggistálma við þinghúsið og hljóp að lögreglumönnum sem þar voru staddir vopnaður hnífi. EPA/JIM LO SCALZO Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí. Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí.
Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira